fbpx
Mánudagur, janúar 20, 2025
HeimÁ döfinniSýning opnuð í rafstöðinni í undirgöngunum við Lækjarskóla

Sýning opnuð í rafstöðinni í undirgöngunum við Lækjarskóla

Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur tekið við umsjón með rafstöðinni í undirgöngunum undir Lækjargötu en þar hefur ekkert verið að gerast undanfarin ár.

Á föstudaginn, 13. desember, kl. 17 verður opnuð sýningin Köldu ljósin í H afnarfirði 1904 sem fjallar um  það þegar fyrstu húsin í Hafnarfirði voru raflýst fyrir 120 árum síðan.

Sýningin verður opnuð með viðhöfn í glerskálanum í undirgöngunum við Hamarskotslæk og eru allir velkomnir.

Jóhannes J. Reykdal reisti stöðina við Hörðuvelli og sá um rekstur hennar til ársins 1909 þegar Hafnafjarðarbær keypti rafstöðina.

Sýningin fjallar um þau tímamót þegar fyrsta almenningsrafveitan á Íslandi var tekin í notkun í Hafnarfirði árið 1904. 

Frá opnun nýrrar Reykdalsvirkjunar í janúar 2008.

Í Tímariti iðnaðarmanna á 50 ára afmæli rafmagns á Íslandi árið 1954 birtist frásögn eftir handriti Gísla Sigurðssonar en segir að frá Árna Sigurðssyni trésmið hafi fengist sú vitneskja öll sem hann hafi skráð. Þar segir meðal annars:

Kvöld nokkurt fyrst í desember 1904 var óvenju mikið um mannaferðir um stígana í Hafnarfirði. Þar voru á ferð fólk á öllum aldri, menn og konur, karlar gamlir og kerlingar, strákar og stelpur. Allt átti þetta fólk brýnt erindi að litlum skúr er var áfastur „Timburverksmiðju“ Jóh. J. Reykdals er stóð ofanvert við Moldarflötina sunnan Hafnarfjarðarlækjar. Allur stóð þessi skari framanvert við skúrinn og þrengdi sér í dyrnar. En á gólfinu stóð eins margt manna og inn gat komist og raðaði sér umhverfis sérkennilegan hlut: „Fyrstu rafljósavélina er hingað kom til Íslands“.

Þetta var 12 hestafla jafnstraums rafall 220 volta norskur að gerð. Tilefni mannsafnaðarins var, að þetta kvöld átti rafallinn að setjast í gang og um leið áttu nokkur hús, 16 talsins, að fá rafmagn til Ijósa. Enginn var þarna mættur til að halda ræðu, svo lítið fór fyrir þessum atburði og var þó eftirvæntingin gífurleg.

Rafallinn átti að vera í sambandi við vatnshjól það, er verksmiðjan var rekin með. Svo var vatnshjólið sett í gang. Þá var tekið í sveif og reim færð yfir á skífu og um leið fór rafallinn að snúast, og um leið skeði undrið mikla. Í lítilli glerkúlu er hékk úr lofti skúrsins tóku að birtast logandi þræðir, daufir í fyrstu en smáskýrðust þar til þeir loguðu með hinni skærustu birtu. Þar með hafði öld rafmagnsins haldið innreið sína á Islandi. 25 árum siðar en i heimi hér logaði á fyrsta rafljósalampanum, kolþráðalampa A. Edisons.

Fyrsti rafallinn sem settur var upp á Íslandi árið 1904 af Jóhannesi Reykdal. Hann vegur um 1,5 tonn og framleiddi 9 kW 220 volta jafnstraum. Hann var smíðaður af Frognerkilens fabrik í Noregi 1884.

Forsaga þessa máls var sú um sumarið 1904 sigldi Jóhannes Reykdal til Noregs og keypti þar 9 kw jafnstraumsrafal sem hann tengdi við ás vatnshverfilsins sem hann hafði notað við trésmíðavélarnar sínar. Rafallinn átti að geta framleitt rafmagn fyrir 150 ljósastæði, og hefði hvert þeirra 16 kerta peru. Jóhannes fékk nýútskrifaðan rafmagnsfræðing, Halldór Guðmundsson, til að hafa umsjón með verkinu og lagningu rafmagnslína til valinna húsa í bænum en Árni Sigurðsson trésmiður, og síðar fyrsti rafvikri landsins, annaðist raflagnir innanhúss.

Enginn skyldi ætla að þcssari nýung væri vel tekið í upphafi. Sézt það bezt af notkuninni fyrsta veturinn. Þá munu liafa verið í notkun um 70 ljósastæði af 150. Og eiTt og hálft ár tók það að rafmagnið væri að fullu nýtt. Kom þar þrennt til greina aðallega:

Fyrsta: Menn sögðu, „að ekki skyldi hann Jóhannes Hafa þá að féþúfu með þessu rándýra rafmagni“.

Annað: „Að ýmsir höfðu megna ótrú á þessum „KÖLDU LJÓSUM“.
En fram að þessu höfðu Íslendingar ekki kynnst öðrum ljósum en þeim er loguðu af lýsi, tólg eða olíu og öll voru þessi ljós heit auk þess sem þau voru ljósgjafar.

Þriðja: Að þessi notkun lækjarins spillti drykkjarvatninu. Því frá upphafi byggðar í Hafnarfirði hafði lækurinn verið aðal vatnsbólið. Þá kom eitt til er olli talsverðri óánægju. Þegar aflfrekar vélar voru settar í gang í verksmiðjunni tóku þær svo mikið til sín af vatnsorkunni, að ljósin dvínuðu niður í týrur. Þess vegna byggði Jóhannes annan kassa utan um aðra vatnsvél og tengdi hann með hliðarrennu við aðalrennuna og var þá sá annmarki úr sögunni.

Að tveimur árum liðnum eða 1900 hafði rafmagnið sigrað og allir vildu fá það inn til sin. Þá byggði Jóhannes aðra rafstöð stærri og fengu allir rafmagn og þá var Fjörðurinn raflýstur út líka.

Eftir því sem næst verður komist voru það eftirtalin hús er fyrst fengu rafmagn lil ljósa i Hafnarfirði:

      1. Verksmiðjan
      2. Íbúðarhús Jóhannesar Reykdals
      3. Sýslumannshúsið
      4. Bakaríið
      5. Verzlunarhúsin á Mölinni
      6. Barnaskólinn
      7. Kluppurinn
      8. Vigfúsarhús Gestssonar
      9. Ögmundarhús Sigurðssonar
      10. Sveinsbær
      11. Jónshús Lauga
      12. Eyjólfshús Illugasonar
      13. Goodtemplarahúsið
      14. Bali, hús Narfa Jóhannessonar
      15. Oddshús Ívarssonar
      16. Ágústarhús Flygenrings, það er brann í ágúst 1900

Heimildir eru nokkuð á reiki um fjölda þeirra húsa sem fengu rafmagn í desember byrjun árið 1904, sumar heimildir segja að rafmagn hafi verið leitt í 16 hús en aðrar telja að húsin hafi verið eitthvað færri. Þá segir í öðrum heimildum að ári síðar hafi fleiri hús fengið rafmagn og sjö 250 kerta rafljós hafi verið sett á aðalgötu bæjarins.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2