fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniTæplega 400 þegar skráðir í fyrsta hlaup í Hlauparöð FH og Bose...

Tæplega 400 þegar skráðir í fyrsta hlaup í Hlauparöð FH og Bose sem hefst á fimmtudag

Hlauparöð FH og Bose samanstendur af þremur hlaupum síðasta fimmtudag í janúar, febrúar og mars. Þetta er árlegur viðburður og eru hlaupin gríðarlega vinsæl en þegar hafa hátt í 400 manns skráð sig í fyrsta hlaupið sem verður kl. 19 á fimmtudaginn.

Hlaupahópur FH, sem er hluti af frjálsíþróttadeild FH, stendur fyrir hlaupinu en hópurinn fagnaði nýlega 10 ára afmæli sínu. Vel er staðið að

Frá upphafi hlaupsins í janúar 2019

hlaupinu, brautarvarsla er góð, hraðastjórar eru til að aðstoða fólk við að halda ákveðnum hraða og stemmning mikil á brautinni, tónlist í marki auk þess sem hlaupaleiðin er mjög skemmtileg.

Hlaupið er frá upphafspunkti gegnt íþróttahúsinu á Strandgötu, eftir Strandstígnum meðfram strandlengju Hafnarfjarðar til norðurs, áfram Herjólfsbraut, beygt til vinstri inn Hraunvang og Naustahleinin hlaupin og aftur inn á Herjólfsbraut og til baka sömu leið. Hlaupaleiðin um Naustahlein er nýjung og því hlaupið styttra inn Herjólfsbrautina. Þá er hlaupið að hluta á götunni frá Hraunvangi og niður að sjó og eru ökumenn beðnir að taka tillit til hlauparanna en gæsla verður á leiðinni.

Leiðin er nokkuð flöt og ákjósanleg til að bæta tíma sinn þó alltaf megi búast við vetrarveðri og erfiðri færð á þessum árstíma.

Hægt er að skrá sig hér og sjá hverjir eru skráðir:
http://bit.ly/hlaupaseria_FH_og_BOSE

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2