Tennisfélag Hafnarfjarðar býður upp á tennisnámskeið fyrir börn og unglinga í Tennishöllinni í Kópavogi eins og undanfarin ár.
Andri Jónson hjá Tennisfélaginu segir þetta virkilega vinsæl námskeið sem haldin hafa verið í áraraðir.
„Þetta er frábær íþrótt sem er hægt að stunda nánast hvar sem er í heiminum og er heldur betur að sækja í sig veðrið á Íslandi. Skemmtileg og lærdómsrík í alla staði,“ segir Andri.
Hægt er að velja um 1, 2 eða 3 vikur (eða lengur) og einnig námskeið kl. 9.00-12.00 eða kl. 13.00-16.00, en einnig er hægt að vera allan daginn og það er pössun á staðnum kl. 7.45 til 17.00.
Skráning fer fram á www.tennishollin.is en einnig hægt að skrá á staðnum eða hringja í síma 564 4030.