fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÁ döfinniÞór Ludwig Stiefel sýnir í Litla galleríinu

Þór Ludwig Stiefel sýnir í Litla galleríinu

Listamaður á krossgötum er yfirskrift á sýningu listamannsins Þórs Ludwig Stiefel – TORA sem opnuð verður í Litla galleríinu Strandgötu 19 á laugardaginn kl. 14 en sýningin stendur til 29. mars.

Þór Ludwig Stiefel stundaði nám í myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og erlendis og tekið þátt í samsýningum og myndlistarviðburðum frá upphafi tíunda áratugarins ásamt því að skipuleggja listamannasamstarf, listahátíðir og viðburði.

Þór Ludvig Stiefel

 „Mitt þema, markmið og listrænn tilgangur er að finna mína eigin rödd í myndlistinni. Hver er ég í listinni? Hver er mín rödd? Mín sérstaða?
   Sem listamaður kominn á sextugsaldurinn hef ég lengi litið til allra átta í minni listsköpun. Megin miðill minn hefur þó í gegnum ferilinn verið málverkið, en á miðjum aldri – á miðjum ferli – ákvað ég að bæta við mig í námi og hóf nám við Listaháskóla Íslands haustið 2015. Það var dásemdar vegferð, full af áskorunum og ekki síst – áhrifum og nýjum vínklum. Ég ákvað að prufa mig í öðrum miðlum en málverkinu og naut mín í tilraunum með vídeólist, innsetningar, gjörningalist og ekki síst í konseptlist.
   Það má alveg líkja þessari vegferð við krakka í sælgætisverslun; ég vildi prófa allt sem ég og gerði. Áhrifin urðu stórkostleg og ég gleymdi mér algerlega í leik og starfi innan Listaháskólans.
   En þegar ævintýrinu lauk tók á ný við hinn óravíði veruleiki hversdagsins, án tilsagnar og þess öryggis sem listnámið veitir. Og eftir stóð ég á krossgötum míns listræna veruleika.
   Mín vinna undanfarið hefur verið að vinna úr þessari reynslu undanfarinna ára og finna mér stað í listinni, skapa mér sérstöðu og finna mína eigin listrænu rödd. Þessi sýning er viðleitni í þeirri vinnu. Ég er að vinna með liti og form út frá tilfinningum sem afleiðum af undangenginni upplifun; myndverk unnin í gegnum djúphugsun og ljóðrænu á mörkun hins meðvitaða og ómeðvitaða,“ segir Þór Ludwig Stiefel um list sína.

Nánari upplýsingar um listamanninn má finna á tora.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2