Jólin verða kvödd á þrettándanum sem er á laugardaginn.
Hátíðin verður fyrir framan Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkju og hefst hún kl. 17. Hátíðinni lýkur svo um kl. 17.45 með flugeldasýningu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.
Badmintonfélag Hafnarfjarðar opnar dyrnar að íþróttahúsinu Strandgötu kl. 16-18 og öllum boðið að spila badminton! Einnig verður Badmintonfélagið með kakó og vöfflur til sölu.
Jólin verða kvödd með dansi og söng m.a. með tónlistaratriðum úr Krakkaskaupinu 2023.
Brot af því besta úr þáttunum Bestu lög barnanna þar sem Árni Beinteinn og Sylvía munu stíga á stokk og syngja ástamt ungum snillingum sem tóku þátt í Krakkaskaupinu 2023.
Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Sigga Ózk, sem tók þátt í söngvakeppninni í fyrra, verður sérstakur gestur og mun keyra stemninguna í gang og einnig má búast má við óvæntum leynigestum.
Það er Hafnarfjarðarbær sem stendur að hátíðinni.