fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimÁ döfinniTíundubekkingar í Víðistaðaskóla setja upp grínsöngleikinn Beetlejuice

Tíundubekkingar í Víðistaðaskóla setja upp grínsöngleikinn Beetlejuice

Undanfarin þrjú ár hefur Gunnella Hólmarsdóttir leikstýrt efstu bekkingum í Víðistaðaskóla þegar þeir hafa sett upp söngleiki í skólanum af miklum metnaði. Sýningarnar Lísa í Undralandi og Fútlúz voru tvær hinar fyrstu.

Gunnella Hólmarsdóttir leikstjóri.

Í ár er söngleikurinn grínleikrit sem byggir á kvikmyndinni Beetlejuice sem var mjög vinsæl kvikmynd árið 1988. Gunnella sem er menntuð leikkona skrifaði handritið að söngleiknum líkt og hún hefur gerst seinustu ár. Verkið byggir hún á kvikmyndinni og segir hún þetta verða tragískt grínleikrit sem henti öllum þeim sem hafa gaman af hræðilegu gríni. Verður sýningin í íþróttahúsi Víðistaðaskóla.

„Krakkarnir eru búnir að vinna að sýningunni síðan í haust og er brjálæðisleg vinna á bakvið svona verk,“ segir Gunnella. „Sviðsmynd, búningar, förðun, ljós og hljóð er allt í höndum krakkanna og foreldra þeirra,“ segir Gunnelli sem segist þó fá að ráða.

Verkefnið er árlegt samstarfsverkefni skólans, félagsmiðstöðvar og foreldra og óhætt er að segja að allir nemendur í 10. bekk komi á einhvern hátt að leikritinu.

Andrés Þór Þorvarðarson sér um tónlist og Jóhanna Ómarsdóttir um söngþjálfun.

Foreldrar 10. bekkingar í Víðistaðaskóla hlutu Foreldraverðlaun foreldraráðs Hafnarfjarðar 2019 fyrir stuðning sinn við árlegt verkefni skólans að setja upp söngleik.

Búningamálin voru tekin föstum tökum á æfingunni á sunnudaginn.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta kíkti við á æfingu sl. sunnudag en þá var verið að yfirfara búninga og fengu leikararnir góð og skýr fyrirmæli frá leikstjóranum um það sem á vantaði. Metnaðurinn er mikill í hópnum og allir eru ákafir í að gera sitt besta.

Frumsýnt 14. febrúar

Frumsýning verður
föstudaginn 14. febrúar kl. 19.30
Sýningar verða
laugardaginn 15. febrúar kl. 13 og 17
sunnudaginn 16. febrúar kl. 13 og 17.

Miðasala er í Víðistaðaskóla og er miðaverð aðeins 2.000 kr. og 1.000 kr. fyrir 7. bekkinga og yngri.

Panta má miða á songleikurvido@gmail.com

Í fjölmörg horn er að líta við uppetningu á stóru leikriti.

Nánar á Facebook síðu söngleiksins

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2