fbpx
Miðvikudagur, janúar 22, 2025
HeimÁ döfinniTónlistarhátíðin Melodica Festival verður á laugardaginn

Tónlistarhátíðin Melodica Festival verður á laugardaginn

Tónlistarhátíðin Melodica Festival Hafnarfjörður verður haldin á Ægi 220 í Íshúsinu á laugardaginn, 18. maí og eru 14 tónlistaratriði á dagskrá.

Melodica festival er alþjóðlegt tengslanet listamanna sem heldur sjálfstæða tónleika án yfirbyggingar. Hugmyndin byggir á að efla samfélag og samstarf tónlistarfólks á hverjum stað og á milli landa.

Leitast er við að skapa heimilislegt andrúmsloft og notalega stemmingu á hverjum tónleikum og ekki síður að gefa hinum almenna hlustanda tækifæri til að hlýða á listamenn sem ólíklegt er að myndi reka á fjörur þeirra.

Þess vegna er ekki rukkaður aðgangseyrir heldur byggir þetta á að fólk renni á hljóðið og kanni málið.

Hátíðin stendur yfir frá kl. 16 til  kl. 22.

„Stemmningin verður akkústískt og innileg en flest atriði notast við órafmögnuð strengjahljóðfæri, þá aðallega kassagítar en einnig getur verið að lýrur og ukulele fái að hljóma. Tónlistarfólkið er af ýmsum toga, sumt miklir reynsluboltar og annað að stíga sín fyrstu skref í músík en meðal flytjenda eru Eyvindur Karlsson, ÞAU, Ingunn Huld, Sveinn Guðmundsson, Koi, Alexander Aron, Inga Björk, Urður, MÖLVUN, Anna Helga, Gunnlaugur, Guðmundur, Kjartan Arnald og Krissi,“ segir Sveinn Guðmundsson einn aðstandenda hátíðarinnar.

Sveinn Guðmundsson

Hátíðir undir merkjum Melodica hafa verið haldnar í Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum (Nashville), Danmörku, Hollandi, Englandi, Noregi og Austurríki. Fyrsta hátíðin var haldin í Melbourne í Ástralíu árið 2007 en upphafsmaður hennar er Pete Uhlenbruch, sem kemur jafnan fram undir nafninu Owls of the Swamp. Frá árinu 2008 hefur hátíðin verið haldin á hverju ári í Reykjavík fram að 2020 þegar hátíðin féll niður vegna Covid-9. Svavar Knútur hélt þá um stjórntaumana ásamt góðu föruneyti. Enginn aðgangseyrir er á hátíðna en hún er styrkt af Hafnarfjarðabæ.

Kói

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2