Túnleikar eru haldnir í dag, laugardag kl. 13 ti 15 á Víðistaðatúni.
Undirbúnir hafa verið leikir og óhefðbundnar þrautir við allra hæfi sem vonandi allir hafa gaman að. Leikarnir henta öllum aldurshópum sem fagna margbreytileika mannlífsins og allir eru velkomnir.
Það er nemendahópur í viðburðastjórnun HÍ sem hefur undirbúið viðburðinn með stuðningi frá Hafnarfjarðarbæ og er aðgengi fyrir alla mjög gott. Hópurinn vill auka aðgengi almennings að leikjum og skemmtun fyrir alla ásamt því að ýta undir almenna leikjamenningu.
Þeir sem koma og taka þátt fá pylsur, drykk og íspinna á meðan birgðir endast. Hoppukastali verður á svæðinu og ýmisleg skemmtun.