fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÁ döfinniUpplestur í Bókasafni Hafnarfjarðar

Upplestur í Bókasafni Hafnarfjarðar

Upplestur á þriðjudag kl. 17 og fimmtudag kl. 20

Kynstin öll er yfirskrift á jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar sem fór af stað í gær með upplestrarkvöldi rithöfundanna Bergs Ebba, Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Sólveigar Pálsdóttur og Díönu Sjafnar Jóhannsdóttur sem var að gefa út sína fyrstu skáldsögu.

Guðrún Eva Mínevrudóttir les úr bók sinni Aðferðir til að lifa af.

Húsfyllir var í Bókasafninu og góð kaffihúsastemmning, Pallet var með útibú í Bókasafninu með heitt súkkulaði, kaffi og ilmandi kökur.

Upplestur fyrir eldri börn á þriðjudag

Á þriðjudaginn kl. 17 verður upplestur fyrir eldri börn en þá koma Benný Sif Ísleifsdóttir og les úr bók sinni Álfarannsókin og Ævar Þór Benediktsson les úr bók sinni Þinn eigin tölvuleikur.

Upplestrarkvöld næsta fimmtudag

Á fimmtudaginn kl. 20 koma rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Fríða Ísberg, Dóri DNA og Dagur Hjartarson og lesa úr bókum sínum í kaffihúsastemmningunni í Bókasafninu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2