Í dag hefst handboltavertíðin og bæði karla- og kvennalið FH og Hauka leika í efstu deild.
Karlaliðunum báðum er spáð góðu gengi í deildinni, 2. og 3. sæti en kvennaliðunum er spáð lakara gengi og að þau endi í neðstu sætunum.
En hvað er að marka spár og enginn gefst upp fyrirfram í íþróttum og nú er kjörið tækifæri á að styðja við sitt lið, eins og það er hægt nú á tímum kórónuveirunnar.
- Í dag sækir karlalið Hauka Gróttu heima á Seltjarnarnes og hefst leikurinn kl. 19.30
- Á morgun, föstudag, sækir kvennalið FH nágranna sína í Stjörnunni heim og hefst leikurinn kl. 17.45.
- Á laugardag sækir kvennalið Hauka Val heim og hefst leikurinn kl. 13.30.
- Á laugardag fær karlalið FH Val heim í Kaplakrika og hefst leikurinn kl. 18.