fbpx
Sunnudagur, desember 22, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniÚtgáfutónleikar Dan Van Dango á morgun föstudag

Útgáfutónleikar Dan Van Dango á morgun föstudag

„Týndi sonur Hafnarfjarðar“ Dan Van Dango mun halda sýna fyrstu og mögulega síðustu og jafnframt margfalda útgáfutónleika á Ölstofu Hafnarfjarðar á morgun, föstudag. Á bak við nafnið er Hafnfirðingurinn Karl Gunnar Jónsson.

Rjómi hafnfirskra hljóðfæraleikara verða í föruneytinu, Gísli Árnason á bassa, Hlynur Johnsen á hljóðgervla og Flóki Árnason heldur uppi taktinum, allt fyrrum liðsmenn epísku hafnfirsku hljómsveitarinnar Dallas en Karl Gunnar lék einnig með henni.

Eftir sigurgöngu plötunar Hættulegir menn kom út fljótlega á eftir breiðskífan Blautur Grautur sem eru nú báðar fáanlegar á vínyl.

Dan Van Dango gaf út fyrstu EP skífuna 2006 Kveðjur að handan, styttist í 20 ára afmæli.
Síðan hafa komið út skífurnar:

  • Svangur og Kaldur (2010)
  • Yfir áhrifum (2017)
  • Lægð yfir landinu (2018)
  • Hættulegir menn (2022)

Blautur Grautur mun vera aðgengilegasta efnið hingað til þar sem Dan leitar til baka til rótanna.

Frítt verður inn á tónleikana sem hefjast kl. 21, en útgöngumiðar verða í boði fyrir þá sem vilja.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2