fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniVetrarfrí í skólum í Hafnarfirði - ýmislegt í boði til afþreyingar

Vetrarfrí í skólum í Hafnarfirði – ýmislegt í boði til afþreyingar

Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar í dag og á morgun, þriðjudag.

Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar.

Hafnarfjarðarbær í samvinnu við Hugmyndabankann býður börnum og fjölskyldum þeirra að spreyta sig í skemmtilegri fjársjóðsleit í nærumhverfinu í vetrarfríinu.

Bókasafn Hafnarfjarðar verður með dulmálssmiðju og allskonar bækur fyrir unga og upprennandi spæjara uppivið í vetrarfríinu. Barna- og ungmennadeildin tekur vel á móti grunnskólabörnum, spil verða í boði um allt bókasafnið, og svo verður Intrix á svæðinu frá kl. 17 á þriðjudaginn með sýndarveruleikabúnaðinn sinn, og um að gera að mæta og prófa – en búnaðurinn hentar krökkum 6 ára og eldri og er sagður ótrúlega skemmtilegur fyrir mömmur og pabba.

Pakkhús Byggðasafns Hafnarfjarðar verður opið í vetrarfríinu og hægt að taka þátt í ratleik sem leiðir alla fjölskylduna um safnið, prufa að vera fornleifafræðingur á uppgraftrarsvæðinu eða spila gamla tölvuleiki á borð við Space invaders og Super Mario bros.

Hafnarborg býður grunnskólabörnum að koma og taka þátt í listasmiðjum á vegum safnsins.

Dagskrá í vetrarfríi grunnskólanna má finna hér. 

Þá hefur hefur verið tekið saman heilt stafróf af hugmyndum að fjölmörgu spennandi og skemmtilegu sem fólk getur tekið sér fyrir hendur heima við eða í næsta nágrenni. Þar er hægt að nálgast fullt af hugmyndum að einhverju nýju og öðruvísi að gera einn eða með fjölskyldunni. Á vef bæjarins er einnig hægt að nálgast lista yfir sérstæð náttúrufyrirbrigði og áhugaverða staði og fjölda göngu- og hjólaleiða sem liggja um Hafnarfjörð.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2