fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÁ döfinniVortónleikar Gaflarakórsins á miðvikudag

Vortónleikar Gaflarakórsins á miðvikudag

Frítt er inn á tónleikana

Velkomin vertu Sunna er yfirskriftin á vortónleikum Gaflarakórsins í Víði­staðakirkju kl. 20  miðvikudaginn 4. maí

Gaflarakórinn kór eldri borgara hefur verið starfandi síðan 1994 og er síungur kór á aldrinum 65-92 ára.

Nú er blásið til vortónleika og koma góðir gestir í heimsókn. Það eru Vor­boðar úr Mosfellsbæ sem er kór eldri borgara þar í bæ og Álftaneskórinn af Álftanesi. Munu kórarnir bæði syngja einir sér og síðan allir þrír kórarnir saman.

„Lítið var um kórastarf á tíma kóvid en sönggleðin var mikil þegar hægt var að koma saman og æfa á nýjan leik,“ segir Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir stjórnandi Gaflarakósins. „Kórinn æfir tvisvar í viku á mánudögum og mið­vikudögum og eru nýir félagar ávallt velkomnir og því tækifæri að koma á tónleikana og hlýða á falleg lög og kynnast því starfi sem þar fer fram,“ segir Kristjana sem hefur stjórnað kórnum í 17 ár.

Vorboðum stjórnar Hrönn Helgadóttir og Ástvaldur Traustason stýrir Álftanes­kórnum. Undirleikari til margra ára er Arngerður María Árnadóttir.

Frítt er inn á tónleikana.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2