fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniVortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar

Vortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar

Líttu sérhvert sólarlag er yfirskrift vortónleika Kvennakórs Hafnarfjarðar sem haldnir verða í Hásölum við Strandgötu laugardagin 27. apríl kl. 15.
Stjórnandi kórsins er Sara Gríms og undirleikari á tónleikunum er Arngerður María Árnadóttir.
Efnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt og mun kórinn flytja ýmsar dægurperlur, íslenskar jafnt sem erlendar, þar sem tíminn í hinum ýmsu tilbrigðum er meginviðfangsefnið.
Flest erum við farin að bíða með óþreyju eftir að veturinn láti undan síga. Á tónleikum Kvennakórs Hafnarfjarðar í Hásölum ríkir jafnan vorstemmning og er tónleikagestum boðið að koma og fagna vorkomunni með kórkonum.
Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Miðar verða seldir við innganginn. Tónleikagestum verður að venju boðið að þiggja kaffi og konfekt í tónleikahléi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2