fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFrá ritstjóraFeluleikur og samráðsleysi

Feluleikur og samráðsleysi

Leiðarinn 13. júní 2024

Hvað gengur fulltrúum sem mynda meirihluta í stjórnum og ráðum bæjarins að halda upplýs­ingum frá öðrum þeim sem sitja í sömu ráðum? Hvers konar stjórn­­sýsla er það þegar verið er að fela það sem á að gera?

Það vakti undrun margra og jafnvel einhverra sem mynda meirihluta í bæjar­stjórn sá feluleikur sem var í gangi við undirbúning á breytingu á fyrirkomulagi ungmennahúsa í bæn­um. Þá er aðeins verið að tala um stjórnsýsluað­ferðina en ekki framkvæmdina sjálfa. Þá er heldur ekki verið að tala um það hvers vegna ákveðið var að loka ungmennahúsinu Hamrinum og segja öllu starfsfólki upp, ákvörðun sem fáir skilja nema helst þeir sem hafa játað pólitíska trú á sinn flokk. Engin rök fylgdu þeirri ákvörðun og ef átti að hafa tvö ungmennahús í stað eins, af hverju gat Hamarinn ekki verið annað þeirra? Var óánægja með starfs­fólkið?

Í sjálfu sér kemur þetta ekki á óvart því það virðist svo sem þeir sem valdið hafa hjá Hafnar­fjarðarbæ vilji halda sem flestum upplýs­ingum hjá sér ef þær geti kallað á einhver viðbrögð bæjarbúa, viðbrögð sem ekki henti.
Þrátt fyrir tillögur um frestun máls, svo hægt væri að skoða málið áður en afstaða væri tekin, var málið afgreitt og afstaða til frestunar réðst algjörlega af flokkslínum. Ætlar einhver að halda því fram að trú á sinn flokk sé svo sterk að fólk geti ekki haft mismunandi skoðanir?

Og mitt í hávaða út af þessu máli, fyrirhugaðri niðurdælingu á koltvísýringi, orkuvinnslu í Krýsu­vík þá demba menn inn tillögu um að byggja íbúðar­hús á Óla Runs túni, einu af fáu grænu svæð­um sem eru eftir í bænum.

Alvöru samráð við íbúa er forsenda fyrir farsælu samfélagi og það er eitthvað sem allir bæjarfulltrúar Hafnarfjarðar mega hafa í huga.

Guðni Gíslason ritstjóri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2