fbpx
Þriðjudagur, janúar 21, 2025
HeimFrá ritstjóraFjárhagsáætlun - ábyrgð eða áhætta?

Fjárhagsáætlun – ábyrgð eða áhætta?

Fjárhagsáætlun Hafnar­fjarðar­kaupstaðar var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í síðustu viku. Þar kvartaði bæjarfulltrúi, sem ekki situr í völdum meiri­hluta, yfir því að sérstök kynning á fjárhagsáætluninni sem var fyrir bæjarfulltrúa fyrir fundinn kæmi of seint.

Þarna var bæjarfulltrúinn ekki að hugsa um hag bæjarbúa og fannst eðlilegt að hann sem bæjar­fulltrúi fengi sér þjónustu. Af hverju í ósköpunum er undirbúningur að fjárhagsáætlun ekki opinber og kynnt á opnum fundi fyrir bæjarbúa? Af hverju fá bæjarbúar ekkert að segja um það í hvað framkvæmdafé bæjarins fer? Af hverju þessi feluleikur þegar ákveðnum framkvæmdum er hleypt af stað án þess að heildarfjáþörf sé ljós?

Fjármál bæjarfélagsins á ekki að snúast um að sýna fallega mynd heldur að sýna hver raunveruleg staða sveitarfélagsins er.

Meirihlutinn dásamar fjárhagsáætlunina og minnihlutinn finnur henni allt til foráttu. Við lestur hennar má þó sjá mörg hættumerki sem mikilvægt er að taka alvarlega. Þó skuldahlutfallið lækki þá eru skuldirnar að hækka og það tæki sveitarfélagið 29,8 ár að greiða skuldir A-hluta niður ef veltufé frá rekstri A-hluta helst það sama. Það er vegna hagnaðar af vatnsveitu, fráveitu og hafnarsjóðs sem ástandið er betra og þegar tillit er tekið til B-hluta bæjarsjóðs tæki það 13,3 ár að greiða skuldirnar niður. Hversu mikið má skuldsetja framtíðar íbúa bæjarins? Framkvæma á fyrir 8,3 milljarða kr. og þar af 6,7 milljarða kr. ef B-hlutafyrirtækin eru undanskilin. Af því fer 3,1 milljarður í íþrótta­mannvirki íþróttafélaganna eða 46% af fram­kvæmdafénu, gatnagerð kemur þar á eftir með um 18% og skólahúsnæði með um 15% af fram­kvæmdafé A-hluta bæjarsjóðs.

Guðni Gíslason ritstjóri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2