fbpx
Miðvikudagur, janúar 22, 2025
HeimFrá ritstjóraFjármál og pólitískur leikaraskapur

Fjármál og pólitískur leikaraskapur

Fjárhagsstaða Hafnarfjarðar var til umræðu á síðasta bæjar­stjórnarfundi og þar sagði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins að staðan hefði sjaldan verið betri en núna. Fulltrúi Samfylkingarinnar sagði hins vegar að staðan væri alvar­leg. Sínu sjónarhorni lítur hver á stöðuna en ljóst er að hún er verri en áætlað var. Hallareksturinn er mikill og erfitt að sjá hvernig m.a. á fjármagna 4 milljarða kr. knatthús, reiðhöll og væntanlegar skólabyggingar. Tekju­stofnar sveitarfélaga hafa einnig verið til umræðu og þar hefur verið bent á að ekki fylgi nægilegt fjármagn með þeim verkefnum sem á undanförum áratugum hafa verið flutt til sveitarfélaganna. Þá hefur líka verið bent á að þeir sem lifi á fjármagnstekjum skili engum skatti til sveitar­félaganna enda skatthlutfall þeirra sem jafnvel hafa atvinnu af fjárfestingum lægra en t.d. í Danmörku.

Það er synd að ekki skuli vera hægt að hafa vitræna umræðu um fjármál bæjarins. Ásakanir um að verið sé að setja upp leikþátt er dapurt og sanngirni er þörf á báða bóga. Allt er þetta vegna þess að fólk kýs að deila sér í fylkingar í bæjarstjórn. Það kaus enginn meirihluta né minnihluta? Bæjarbúar kusu 11 fulltrúa bæjarins í bæjarstjórn!

Málþing var um menningarstefnu Hafnarfjarðar í liðinni viku og þar voru eflaust góðar umræður en niðurstöður hafa ekki verið birtar. Á meðan við höfum svo margar fallegar stefnur eigum við ekkert alvöru tónleikahús og það er ekki einu sinni alvöru tónleikasalur við okkar flotta tónlistarskóla. Við eigum ekkert leikhús og bæði Gaflaraleikhúsið og Leikfélag Hafnarfjarðar eru eða eru að verða húsnæðis­laus. Eina sýningarrýmið sem hægt er að nefna er Hafnarborg með tak­markaðan aðgang. Mynd­listarfólk bæjarins þarf að hafa aðgang að sýn­ingarrými.

Lífið er ekki eðeins fótbolti og fyrir marga er það bara alls ekki fótbolti þó einhverjir trúi því ekki. Höldum víðu sjónarhorni við stjórnun bæjarins.

Guðni Gíslason ritstjóri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2