fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFrá ritstjóraFramundan eru kosningar

Framundan eru kosningar

Leiðari Fjarðarfrétta 1. mars 2022

Nú er unnið að framtíðar­stefnu­mótun fyrir Hafnarfjörð. Íbúar hafa fengið að koma með ábendingar á netinu en eflaust mætti virkja fleiri ef stefnu­mótunin á að vera meira en eitt­hvað plagg ofan í skúffu. Það er sagt að það sé gott að vera vitur eftir á og er það þá oft notað í niðrandi merkingu. En aðrir kalla það að læra af reynslunni og þannig vil ég líta á það þegar við sjáum í snjóþyngslunum og bleytinni t.d. hvernig gatna­kerfið okkar gæti verið betur hannað. Tískan að loka á milli akreina gerir það að verkum að háir hraukar hlaðast upp báðum megin við veginn og í miðju og hratt skefur í slíka vegi og vatn safnast auðveldara fyrir. Þá lenda menn í vandræðum ef bifreið stöðvast því ómögulegt er að fara framúr. Nú mætti horfa til þessa í framtíðar­stefnu­mótun fyrir Hafnarfjörð og gleyma ekki að við getum fengið harða vetur og einhvers staðar þarf að vera hægt að koma snjónum fyrir ætli menn ekki að aka honum burtum með miklum kostnaði.

Það er gott að læra af reynslunni og horfa gagnr­ýnum augum á það sem gert er, annars verður engin framför. Í stjórnmálum þykir slíkt þó ekki fínt enda best til eigin framdráttar að lofa eigin verk og hampa. Framundan eru kosningar.

Guðni Gíslason ritstjóri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2