fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFrá ritstjóraFrístundir - Leiðarinn 14. september 2023

Frístundir – Leiðarinn 14. september 2023

Hvað börn og ung­menni gera í frístund­um sínum er mikil­vægt fyrir líkamlegan og andlegan þroska.

Að hitta nýja fé­laga, aðlagast hópi og vera með í að móta hann er ekki síður mikilvægt en sú æfing eða þjálfun sem fæst. Þetta er mótunar­tímabil þar sem einstaklingurinn lærir að bera ábyrgð, starfa í mismunandi hópum og að taka tillit til annarra.

Mikið framboð er af hvers konar tómstundastarfi fyrir börn og mikilvægt að foreldrar skoði fram­boðið vel. Fjölbreytt tóm­stundastarf á unga aldri gefur börnum kost á að kynnast sem flestu og getur verið með í að barnið síðan velji sér áhugamál sem henti því best.

Þrátt fyrir miklar niðurgreiðslur er ekki ódýrt fyrir foreldra að gefa börnum sínum kost á að taka þátt í tómstundastarfi. Sumar greinar eru dýrari en aðrar og niðurgreiðsla hefst ekki fyrr en börn hefja grunn­skóla. Það getur því verið þrautinni þyngri fyrir stórar barnafjölskyldur að fjármagna tómstundastarf barna sinna.

Gríðarlegar upphæðir fara í byggingu íþróttamannvirkja og á verkefnalista Hafnarfjarðarbæjar eru dýrar framkvæmdir. Stundum má spyrja sig hvort þar sé meira verið að huga að fullorðnu fólki en börnum og ungmennum. Framkvæmdafé Hafnarfjarðarbæjar er ekki ótak­markað og í raun mjög takmarkað og því mikilvægt að rétt sé forgangsraða.

Guðni Gíslason ritstjóri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2