fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFrá ritstjóraTuttugu ára menningarstefna

Tuttugu ára menningarstefna

Leiðari Fjarðarfrétta 11. apríl 2024

Fróðlegt væri að vita hver raunveruleg stefna er í varðveislu menningar­minja í Hafnarfirði.
Alls er að finna 19 stefnur á vef bæjarins, þ.á.m. trjáræktarstefnu og hjólastefnu. Þar má líka finna menningarstefnu. Þar segir að jákvæð sérkenni Hafnarfjarðar skulu varðveitt, vinna skuli að skráningu og verndun fornminja og annarra söguminja á svæðinu og að stefna bæjarins í menningarmálum verði í sífelldri endurskoðun svo eitthvað skuli nefnt. Þess skal þó geta að menningarstefnan fagnaði 20 ára afmæli í síðasta mánuði.

Hvort það er áhugaleysi, andvaraleysi eða hreinlega skortur á hæfni þá virðist sem erfiðlega gangi að tryggja að sögu- og menningarminjar í landi bæjarins séu varðveittar og verndun þeirra tryggð. Lítið ber á merkingum fornminja og friðaðra svæða og ekki hafa þær fornminjar sem fundist hafa við gerð nýrra deiliskipulaga verið merktar en ekki má raska umhverfi friðaðra svæði í 100 m umhverfi og 15 m umhverfi annarra forminja.

Þrátt fyrir að Byggðasafn Hafnarfjarðar hafi vitað af forminjum í hverfi sem nú er nefnt Hamranes þá var ekkert gert til að merkja þær né að setja þær inn á minjakort sem þó hafði verið bent á að vantaði. Heldur ekki voru fornminjar sem eru á byggingarlóð að Gullhellu 2 merktar með varúðarflöggum og nú hefur umhverfi þeirra fornminja verið raskað með vitund og vilja Byggðasafnsins og Minjastofnunar. Er þetta eðlilegt að hverjar fornminjarnar á fætur annarri verði áhugaleysi yfirvalda að bráð og slæmt er þegar þeir sem skrá þessar minjar formlega virðast lítinn áhuga hafa á að leita upplýsinga um þær hjá vel staðkunnugu fólki.

Hvaða ráð vill bera ábyrgð á þessu eða lifir Byggðasafnið sjálfstæðu lífi? Eða hafa bæjar­fulltrúar engan áhuga á fornminjum í landi Hafnarfjarðar? Er ekki kominn tími til að endurskoða menningarstefnuna og stefna í betri átt?

Guðni Gíslason ritstjóri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2