Annað árið í röð kemur út sérblað um sumarstarf fyrir börn og ungmenni.
Æskulýðs- og íþróttafélögin í Hafnarfirði halda úti öflugu starfi á sumrin og margt er í boði.
Í blaðinu má finn tilboð frá fjölmörgum félögum en bæjarbúar eru hvattir til að leita á heimasíðum félaganna ef upplýsingar er ekki að finna hér.
Hafnarfjarðarbær styður vel við bakið á starfi þessara félaga til þess að börn og ungmenni geti tekið þátt í uppbyggjandi starfi sem styrki bæði líkamlega og andlega. Lögð er áhersla á að starfið sé metnaðarfullt, félögin uppfylli öll lög og reglur í starfi með börnum og íþróttafélög eru verðlaunuð fyrir góða leiðtogaþjálfun.
Útivist og hreyfing er talin nauðsynleg öllum, á hvaða aldri sem er, og ekki síst á uppvaxtarárunum. Ekki aðeins eflir hún líkamlega hreysti heldur styrkir einnig andlega líðan. Því er það jafn nauðsynlegt fyrir foreldrana sem börnin að njóta útiveru með fjölskyldunni.
Guðni Gíslason ritstjóri.