fbpx
Miðvikudagur, nóvember 13, 2024
target="_blank"
HeimFréttir1% fækkun íbúa Hafnarfjarðar á meðan fjölgar um 4,5% í Garðabæ

1% fækkun íbúa Hafnarfjarðar á meðan fjölgar um 4,5% í Garðabæ

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.133 á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. janúar sl. Það sveitarfélag sem kemur næst var Garðabær en þar fjölgaði íbúum um 768 á sama tímabili og íbúum Mosfellsbæjar fjölgaði um 519 íbúa. Þetta kemur fram í tölum hjá Þjóðskrá.

Hlutfallslega fjölgaði þó mest í Fljótsdalshreppi þar sem fjölgaði um 14% en íbúar þar eru aðeins 98. Af sveitarfélögum yfir 1.000 manns fjölgaði hlutfallslega mest í Garðabæ eða um 4,5%.

Mest fækkaði í Hafnarfirði

Hlutfallslega fækkaði mest í Reykhólahreppi eða um 9,9% og eru íbúar þar nú 236. Af sveitarfélögum með yfir 1.000 íbúa fækkaði mest í Borgarbyggð eða um 2,7% og sveitarfélögum með yfir 5.000 íbúa fækkaði mest í Hafnarfirði eða um 1,0%.

Alls fækkaði um 305 manns í Hafnarfirði frá 1. desember 2019 til 1. janúar sl. Næst mest fækkaði í Borgarbyggð eða um 104 manns og í Norðurþingi um 78 íbúa.

1,5% fjölgun á höfuðborgarsvæðinu

Alls fjölgaði um um 3.495 manns á höfuðborgarsvæðinu á þessu tímabili en aðeins fækkaði í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi þar sem fækkaði um 9.

Þetta eru tvö mjög ólík sveitarfélög, Seltjarnarnes er með takmarkað byggingarland þar sem íbúafjöldi hefur nær staðið í stað alla öldina og aðeins fjölgað um 95 frá 1997 en Hafnarfjörður er með mikið byggingarland þar sem íbúum hefur fjölgað á hverju ári í áratugi þar til nú og fjölgaði íbúum um 11.478 frá árinu 1997, eða um 63%.

Fjölgun fram undan í Hafnarfirði?

Þó má búast við að íbúum fari aftur að fjölga í Hafnarfirði en fjölmargar íbúðir verða teknar í notkun í Skarðshlíð á næstunni í fjölbýlishúsum auk þess sem fleiri hús eru í byggingu.

Erfitt er að skýra þessa fækkun í Hafnarfirði því íbúðum fjölgaði á tímabilinu. Hátt hlutfall erlendra ríkisborgara er í Hafnarfirði og víða er og hefur verið búið í iðnaðarhúsnæði sem mörg hver hafa ekki verið skráð sem íbúðarhúsnæði. Leiða mætti líkur að því að erlendum ríkisborgurum gæti hafa fækkað í bænum vegna aukins atvinnuleysis en tölur Hagstofunnar segja að fjöldi erlendra ríkisborgara hafi haldist óbreyttur!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2