fbpx
Mánudagur, janúar 20, 2025
HeimFréttir10 ára leigubílastöð

10 ára leigubílastöð

A-stöðin með starfsemi í Hafnarfirði og Reykjanesbæ

Leigubílastöðin A-stöðin fagnaði 10 ára afmæli sínu 1. maí sl. Afmælisterta var í boði á báðum starfsstöðum fyrir­tæk­­isins, Í Hafnarfirði og í Reykja­nesbæ.

Í Hafnarfirði fengu fyrstu bílstjórarnir að gæða sér á kökunni á ellefta tímanum um morguninn en alls eru 18 bílstjórar hjá stöðinni í Hafnarfirði. Stöðin í Hafnarfirði stendur við Hjallahraun og þar ræður ríkjum hún Jóna Birna Harðardóttir, sem hóf störf fyrir leigubílstjóra í Hafnarfirði fyrir tæplega 38 árum. Hún var lengst af á „Stöðinni“ á Reykjavíkurvegi sem lengi var samkomustaður Hafnfirðinga.

Segir Jóna margt hafa breyst. Viðskiptavinahópurinn hefur breyst og ölvaðir sjómenn ekki lengur algengur viðskiptamennahópur eins og þá var. Segir hún að nú sé Reykjanesbrautin mikilvægt atvinnusvæði og sinna starfsmenn stöðvarinnar þjónustu við flugfarþega á Keflavíkurflugvelli.

Tíu ára afmælistertan var vegleg og þegar Fjarðarfréttir litu við voru nokkrir leigubílstjóranna í þann mund að smakka á tertunni með Jónu. F.v.: Jóna Birna Harðardóitir, Brynjólfur Magnússon, Gunnar Hauksson, Erlingur Steingrímur Oddsson og Þorlákur Oddsson.

Stofnun stöðvarinnar kom í kjölfars óróa á leigubílamarkaðnum. Það voru fyrrum bílstjórar Aðalbíla í Keflavík og Bifreiðastöðvar Hafnarfjarðar, BSH sem stofnuðu nýju stöðina.

Til að panta bíl hjá stöðinni er hringt í síma 520 1212.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2