fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttir1,5 milljarða halli á rekstri sveitarsjóðs Hafnarfjarðar

1,5 milljarða halli á rekstri sveitarsjóðs Hafnarfjarðar

Árshlutauppgjör vegna fyrri helming ársins 2022 hefur verið lagt fram í bæjarráði.

Árshlutareikningur fyrir fyrri helming ársins var lagður fram til kynningar á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar sl. fimmtudag.

Skatttekjur eru 1,3% hærri en á sama tíma í fyrra en aðrar tekjur lækka og rekstrartekjur eru 16,3 milljarðar, 83,6 milljónum lægri en á sama tíma í fyrra.

Launakostnaður hækkar um 2,7%, samtals um 237,6 milljónir kr. og annar rekstrarkostnaður hækkar um 153,6 milljónir en mestu munar um að fjármagnsgjöld að frádregnum fjármagnstekjum nema rúmum 1,5 milljarði kr. og hækka um heilar 697,4 milljónir kr.

Rekstrarniðurstaðan er því neikvæð um 1.547 milljónir kr. en var 335 milljónir á sama tíma í fyrra.

Ef fyrirtæki bæjarins, Vatnsveita, Fráveita, Hafnarsjóður og Húsnæðisskrifstofa eru tekin með er niðurstaðan neikvæð um 1.261 milljón kr. á fyrri hluta þessa árs. Uppfærð fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar hafði þó gert ráð fyrir 48,6 milljóna kr. tekjuafgangi.

Handbært fé frá rekstri var 30. júní 144,7 milljónir kr. en hafði verið gert ráð fyrir að sú tala væri neikvæð um 849,7 millj. kr. Þar munar mestu að hækkun lífeyrisskuldbindinga var 576,6 milljónum kr. lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Þá eru afskriftir verulega lægri en gert var ráð fyrir.

Uppfært 28.9.2022:

Við lestur á sjóðsstreymisyfirliti má sjá að tölurnar ganga ekki upp undir rekstrarhreyfingum árshlutareikningi, í áætlun og árshlutareikningi 2021. Þar vantar inn í áætlun 3.000 millj. vegn tekjufærslu lóða í áætlun sem ekki átti að vera og 620 milljónir vegna hins sama í uppgjör 2021. Þá vantar 139 milljónir í útreikning á handbæru fé 2022 en þetta eru tölur sem sagðar eru faldar í svari Hafnarfjarðarbæjar.

„Á fyrstu 6 mánuðunum ársins 2022 var leiðrétt eldri villur við framsetningu lóðasölu þar sem ekki er rétt að setja tekjufærslu vegna lóðasölu undir rekstrarliði sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi þar sem byggingaréttargjald er sannanlega rekstrarliður sem hefur áhrif á fjárstreymi. Er því um að ræða tilfærslu milli rekstrarhreyfinga í stað fjárfestingahreyfinga. Því er sala gatnagerðargjalda undir fjárfestingarhreyfingum lægri og ekkert fært undir rekstrarliði sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi vegna tekjufærðra lóða. Er þetta til að hafa samræmi við lestur sjóðstreymisyfirlita við stærstu samanburðar sveitarfélögin eins og Kópavog og Reykjavíkurborg en eins og má sjá í ársreikningum og árshlutareikningum Kópavogs og Reykjavíkurborgar er ekki dregið sérstaklega frá tekjufærðar lóðir undir rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi,“ segir í svari frá Hafnarfjarðarbæ.

Verulegt áhyggjuefni

Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram bókun og sögðu niðurstöðurnar verulegt áhyggjuefni:

„Hallarekstur upp á rúman einn og hálfan milljarð króna er staðreynd og langt frá áformum sem finna má í fjárhagsáætlun bæjarins. Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði hafa í sumar varað við erfiðri fjárhagsstöðu bæjarins og blikum á lofti í þeim efnum. Samfylkingin hefur kallað eftir viðbrögðum og tillögum meirihlutans, en engin svör fengið. Fulltrúar meirihlutans hafa aftur á móti afneitað staðreyndum og sagt ástand fjármála bæjarins í góðu lagi.

Nú eru staðreyndir skýrar. Reksturinn skilar umtalsverðum halla upp á hálfan annan milljarð. Og aðeins hálft árið að baki.

Fyrirliggjandi eru fyrirheit um verulegar fjárfestingar á næstu mánuðum og misserum. Í þær verður tæpast ráðist nema fyrir lánsfé.

Því er spurt: Hvað ætlar meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að gera í málinu? Hverjar eru tillögur meirihlutans til að snúa þessari öfugþróun við og treysta fjárhagslegan rekstrargrundvöll bæjarins? Nú þegar þarf að bregðast við.“

Árshlutareikninginn má sjá hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2