fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttir18 brauta frisbígolfvöllur fyrirhugaður við Selhöfða

18 brauta frisbígolfvöllur fyrirhugaður við Selhöfða

Íþróttafulltrúi vill flottasta völl landsins en Skógræktarfélagið hefur áhyggjur

Frisbígolfíþróttin er mjög vaxandi íþrótt á Íslandi og vellir hafa sprottið upp víða um land. Um 100 keppnir eru haldnar á hverju ári og nýlokið er Íslandsmótinu þar sem voru 72 kepp­endur. Þá voru í sumar gullmótaröð og silfurmótaröð en Hafnfirðingurinn Jón Guðnason sigraði í almennum flokki gullmótaröðinni og mun leika í úrvalsflokki á næsta ár. Alls voru mótin fimm í gullmótaröðinni.

Frísbígolffélag Hafnarfjarðar var stofnað fyrir rúmu ári síðan og finna má upplýsingar um það á ffh.is

Frisbígolfsamband Íslands í sam­vinnu við Frísbígolffélag Hafnarfjarðar hafa komist að samkomulagi við Hafnarfjarðarbæ um uppbyggingu á 18 brauta keppnisvelli og eru nú hug­myndir uppi um að völlurinn verði staðsettur vestan við Selhöfða, skammt frá bílastæðinu við Hvaleyrarvatn.

Tillögurnar hafa ekki vakið hrifningu hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar þar sem félagið telur að fella þurfi töluvert af trjám auk þess sem það hefur sýnt sig að töluverðar skemmdir verða á trjám, helst nálægt upphafsteigunum. Vilji er hins vegar mikill hjá Hafnarfjarðarbæ að setja upp slíkan völl og Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi segist vilja sjá flottasta 18 brauta frisbígolfvöll lands­ins í Hafnarfirði.

Núna liggur fyrir beiðni hjá stjórn Skógræktarfélagsins um að samþykkja þessa tillögu að nýta svæði sem ekki hefur verið notað undir göngustíga fyrir völlinn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2