fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttir190 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði

190 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði

190 einstaklingar og fjölskyldur í Hafnarfirði eru nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði skv. upplýsingum sem lagðar voru fram á fundi fjölskylduráðs í gær.

103 umsóknir eru um einstaklingsíbúð eða 2ja herbergja íbúð og 87 umsóknir eru um 3ja herbergja íbúð eða stærri.

Alls er Hafnarfjarðarbær með 282 íbúðir í félagslega kerfinu, þar af 271 í eigu sveitarfélagsins.

Af þeim 190 umsóknum hafa 74 þeirra verið metnar í brýnni þörf og ná 8-10 stigum á umsókn um félagslegt húsnæði. Meðalbiðtími umsókna á biðlista eftir félagslegt húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ er 10,4 mánuðir.

Hafnarfjarðarbær keypti 3 íbúðir á ári árin 2020-2021, keypti 7 íbúðir 2019 og 14 íbúðir 2018.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2