fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttir236 einstaklingar á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Hafnarfirði

236 einstaklingar á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Hafnarfirði

Þrjátíu mánaða biðtími eftir félagslegu húsnæði

Í dag eru 236 einstaklingar á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Hafnarfirði.

Flestir, eða 120, eru að bíða eftir 2ja herbergja íbúð en 56 eru að bíða eftir 4-5 herbergja íbúð sem eru þá barnafjölskyldur. Bið eftir 1-2ja herbergja íbúðum er lengstur og því brýn þörf á að fjölga slíkum íbúðum í félagslega kerfinu. Aðeins 12 íbúðir hafa verið keyptar inn í félagslega kerfið frá 2020, þar af tvær á þessu ári.

97 umsækjendur eru í efsta forgangi, með 8-10 stig og 116 eru með 6-7 stig.

35 íbúðum var úthlutað á síðasta ári og það sem af er ári hefur 21 íbúð verið úthlutað í ár. Aðeins 8 af þeim eru 2ja herbergja og tvær eins herbergja.

Hafnarfjarðarbær á 295 íbúðir

Í Hafnarfirði eru 295 félagslegar íbúðir í leigu, Hafnarfjarðarbær á 274 íbúðir, Skarðshlíðarfélagið á 10 íbúðir og 11 íbúðir eru í framleigu, þ.e íbúðir sem Hafnarfjarðarbær leigir af öðrum félögum og leigir áfram. Þær eru í eigu Bjargs íbúðafélags, Íbúðalánasjóðs og Framlínunnar ehf.

Fjöldi íbúða í eigu Hafnarfjarðarbæjar Fjöldi
1 herbergja 35
2ja herbergja 82
3ja herbergja 104
4ra herbergja 62
5 herbergja 10
6 herbergja 1
7 herbergja 1

 

Undanþágur á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði

Upplýsingar um biðlistana voru birtar á fundi fjölskylduráðs í morgun en þau eru svör við fyrirspurnum fulltrúa Samfylkingarinnar á fundi ráðsins 22. ágúst sl.

Í svarinu sem Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri ráðgjafar og húsnæðismála undirritar kemur jafnframt fram:

„Á síðustu misserum hefur borið á því að einstaklingar óski eftir að vera á undanþágu á biðlista eftir húsnæði þó þeir uppfylli ekki skilyrði fyrir því. Til þess að fá samþykki á biðlista eftir húsnæði, þarf umsækjandi að vera með 6 stig eða meira. Stigin eru metin út frá tekjum, eignum, húsnæðis- og félagslegum aðstæðum.

Verið er að skoða hvort einstaklingar sem fá 5 stig eða færri, verði synjað um að vera á biðlista. Í stað þess geta þeir umsækjendur sent beiðni/rökstuðning til húsnæðisfulltrúa sem leggur málið fyrir húsnæðisfund. Meti fulltrúar húsnæðisteymis svo að viðkomandi eigi að fá synjun þrátt fyrir rökstuðning, er umsækjanda bent á að unnt sé að skjóta ákvörðun til fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði. Skal það gert skriflega og innan fjögurra vikna. Ákvörðun ráðsins má síðan skjóta til úrskurðarnefndar velferðarmála í velferðarráðuneytinu.

Að lokum er rétt að geta þess að staðan á almennum leigumarkaði er erfið og leita einstaklingar í meira mæli til ráðgjafar- og húsnæðisteymis sem ræður illa við að greiða húsaleigu.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2