fbpx
Miðvikudagur, janúar 22, 2025
HeimFréttir331 barn fermist í kirkjum Hafnarfjarðar

331 barn fermist í kirkjum Hafnarfjarðar

Langstærstur hluti barna fermist á fjórtánda ári

Fyrstu fermingar vorsins verða í Ástjarnarsókn á laugardaginn en þá verða fermd 19 börn í Víðistaðakirkju. Ný kirkja safnaðarins verður tekin í notkun á árinu og þá verða fermingar í eigin kirkju.

Alls verður 331 barn fermt í kirkjum Hafnarfjarðarbæjar í vor. Er það tæplega 90% af öllum þeim börnum í bænum sem verða 14 ára á árinu.

Langflest börn fermast í Fríkirkjunni, alls 153 börn en fæst börn fermast í St. Jósefskirkju, 14. Annars er skiptingin þessi:

  • Fríkirkjan í Hafnarfirði: 153
  • Hafnarfjarðarkirkja: 95
  • Ástjarnarkirkja: 37
  • Víðistaðakirkja: 32
  • St. Jósefskirkja: 14

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2