fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttir3,6 ára biðlisti eftir húsnæði fyrir fatlað fólk

3,6 ára biðlisti eftir húsnæði fyrir fatlað fólk

35 á biðlista eftir húsnæði

35 einstaklingar eru á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði en það er fyrir utan þá sem búa á s.k. herbergjaheimili, en yfirlýst stefna stjórnvalda er að ekki skuli haldið áfram að nýta slík búsetuform. Af þeim 35 eru 14 sem teljast í brýnni þörf.

Þann 1. janúar er meðalbiðtíminn eftir húsnæði 3,6 ár en var 6,25 ár 1. janúar 2022.

Í dag búa 17 einstaklingar í húsnæði þar sem 4-5 búa saman. Hver og einn er með sitt herbergi, sumir með sér baðherbergi en deila eldhúsi, stofu og öðru sameiginlegu. Þá búa 3 fatlaðir einstaklingar í 20 m² herbergi með sér baðherbergi og tveir eru með íbúð.

Engar íbúðir í kjarna eru í byggingu í Hafnarfirði en ein lóð er tilbúin fyrir slíkt húsnæði. Almennt félagslegt húsnæði er ætlað fyrir fatlað- sem ófatlað fólk og því ekki merkt sérstaklega.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2