fbpx
Mánudagur, febrúar 24, 2025
HeimFréttir374 Íslandsmeistarar með hafnfirskum íþróttafélögum

374 Íslandsmeistarar með hafnfirskum íþróttafélögum

Frjálsíþróttadeild FH var með langflesta Íslandsmeistarana og flest titlana

Á viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar var öllum þeim sem hlotið hafa Íslandsmeistaratitil með hafnfirskum félögum innan ÍBH veitt viðurkenning.

Alls urðu 374 einstaklinga Íslandsmeistarar á árinu og unnu sér inn a.m.k. 742 Íslandsmeistaratitla en upplýsingar um fjölda titla eru ekki alveg fullkomnar.

Auk þess hlutu 55 þjálfarar Íslandsmeistaratitla með liðum sínum.

FH átti langflesta Íslandsmeistarana eða 129 og alls 316 titla. Þar af átti frjálsíþróttadeildin 103 Íslandsmeistara og 290 titla.

Sundfélag Hafnarfjarðar kom næst með 79 Íslandsmeistara og 234 titla.

Haukar voru í þriðja sæti með 59 Íslandsmeistara og 65 titla.

Af einstökum íþróttamönnum hreppti Hrafnhildur Lúthersdóttir flesta titla, alls 17.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2