Um síðustu helgi varð 3SH efst í stigakeppni Þríþrautarsambands Íslands. Þetta er annað árið sem þessi stigakeppni er haldin og annað árið sem 3SH vinnur heildarkeppnina.
Hjördís Ýr Ólafsdóttir í 3SH varð efst í einstaklingskeppni kvenna og í karlaflokk varð Bjarki Freyr Rúnarsson 3SH í þriðja sæti.
Félagar í Þríþrautardeild Sundfélags Hafnarfjarðar hafa orðið Íslandsmeistarar í sumar, þeir hafa komist á pall í keppnum, þeir hafa orðið Járnmenni og brotið persónulega múra. Félagið var einnig með sérstakar nýliðaæfingar í sumar og tókust þær vel.
3SH heldur úti reglulegum æfingum í sundi, hjóli og hlaupi ásamt því að gera skemmtilega hluti þess á milli.
Kynningarfundur 5. september
Félagið ætlar að kynna starfsemi vetrarins fyrir áhugasömum mánudaginn 5. september kl. 20:30 í salnum á annarri hæð í Ásvallalaug.
Nánari upplýsingar um kynningarfundinn má sjá á 3SH.is og 3SH á facebook.