fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttir4. flokkur FH-stelpna fékk brons á Gothia Cup í Svíþjóð

4. flokkur FH-stelpna fékk brons á Gothia Cup í Svíþjóð

FH átti 6 lið á Gothia Cup

FH átti tvö lið í flokki 14 ára kvenna á Gothia Cup fótboltamótinu í Gautaborg. Auk þeirra léku í þessum flokki 73 lið frá 10 mismunandi löndum. Var liðunum skipt í 18 riðla þar sem FH 1 hóf keppni með Torslanda IK, FC Djursholm og IFH Knislinge.

FH 1 komst áfram í “Play off A” eftir að hafa sigrað í sínum riðli. Komst liðið svo í undanúrslit, en tapaði gegn AIK FF 0-3. Endaði liðið þar með í 3. sæti sem er glæsilegur árangur.

FH stelpurnar taka við bronsverðlaununum. Ljósmynd: Ebba Særún Brynjarsdóttir.
FH stelpurnar taka við bronsverðlaununum. Ljósmynd: Ebba Særún Brynjarsdóttir.

Unnu þær fjóra leiki, töpuðu tveimur og gerðu eitt jafntefli. Skoruðu þær 11 mörk en fengu á sig 9.

FH átti einnig tvö lið í U13 kvenna og tvö lið í U14 karla.

I úrslitum sigraði AIK FF The Calgary Foothills Soccer Club og vann þar með “Play off A” í flokki 14 ára stúllkna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2