Bandaleg kvenna í Hafnarfirði varð 50 ára í október sl. Hafa þær gert ýmislegt til að fagna þessum tímamótum og sl. fimmtudag hittist stór hópur kvenna í Byggðasafninu þar sem þær fræddust um þemasýningu þar og heimsóttu Beggubúð en þaðan áttu margar góðar minningar frá.
Í tilefni afmælisins færði Bandalag kvenna Hafnarfjarðarbæ forláta bekk sem staðsettur hefur verið fyrir utan Bókasafn Hafnarfjarðar.
Bekkurinn er fagurbleikur með áletrun og vígði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri bekkinn 27. apríl sl. með því að klippa á borða og setjast í hann.
Eftir það bauð bæjarsjóri til móttöku í anddyri Bæjarbíós þar sem hinar prúðbúnu konur þáðu góðar veitingar.
Fjölmörg kvenfélög eru með aðild að Bandalagi kvenna en í stjórn bandalagsins eru Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, formaður, Elfa Sif Jónsdóttir og Erla Kristinsdóttir.