fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttir50 þúsund kr. lágmarkssekt gegn broti á reglum um sóttkví

50 þúsund kr. lágmarkssekt gegn broti á reglum um sóttkví

Ríkissaksóknari hefur gefið út tilmæli um sektargreiðslur vegna brota gegn sóttvarnarlögum og reglum sem settar voru skv. þeim vegna COVID-19 veikinnar.

Ríkissaksóknari leggur á það áherslu að ákærendur meti hvert tilvik fyrir sig og ákvarði sektarfjárhæð með hliðsjón af alvarleika brots en ljóst er að brotin geta verið afar mismunandi og þar með mis alvarleg.

Þá er ljóst að í sumum tilvikum kann háttsemin að vera það alvarleg, einkum varðandi brot gegn reglum um einangrun, að háttsemin eigi undir ákvæði 175. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og því beri að ákæra fyrir brotið. Sem dæmi má nefna að sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma. Ef slíkt álitaefni kemur upp ber ákærendum að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara strax um málið en héraðssaksóknari fer með ákæruvald vegna brota gegn 175. gr. almennra hegningarlaga.

Brot gegn reglum heilbrigðisráðherra um sóttkví og einangrun vegna COVID-19:

Brot gegn skyldu til að fara/vera í sóttkví, 3. gr.

    • Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 50.000-250.000.

Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví, 4. gr.

    • Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 50.000-250.000.

Brot á reglum um einangrun, 1. og 2. mgr. 7. gr.,

    • Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 150.000-500.000.

Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots.

Brot gegn reglum um takmörkun á samkomum vegna farsóttar:

Brot á reglum um fjöldasamkomu – þ.e. fleiri en 20 koma saman, 3. gr.

    • Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000.
    • Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu/opnun kr. 250.000-500.000.

Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda.

Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, 5. gr.

    • Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000-500.000.

Reglur um sóttkví og einangrun vegna COVID-19

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2