fbpx
Mánudagur, nóvember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttir52 ára keppir fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum

52 ára keppir fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir úr Hlaupahópi FH valin í landsliðið í utanvegahlaupum

Langhlaupanefnd FRÍ hefur gengið frá vali á hlaupurum sem keppa munu fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum laugardaginn 10. júní í Badia Prataglia á Ítalíu.

Meðal þeirra er Hafnfirðingurinn Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir úr Hlaupahópi FH en hún verður orðin 52 ára þegar keppt verður og er elsti íslenski keppandinn. Þórdís varð í áttunda sæti kvenna í Laugavegshlaupinu í sumar þar sem hún hljóp á 5,53.25 klst. en hún hefur einnig verið öflug í þríþrautarkeppnum undanfarið.

Þær eru greinilega öflugar konurnar um fimmtugt því Sigríður Björg Einarsdóttir sem einnig hefur verið valin í landsliðið er 51 árs og Þóra Björg Magnúsdóttir verður 50 á þessa ári.

Eftirtaldir voru meðal þeirra sem sóttu um og voru valdir til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum:

Elisabet Margeirsdottir (32) 621 ITRA stig
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir (52) 582 ITRA stig
Sigríður Björg Einarsdóttir (51) 577 ITRA stig
Þóra Björg Magnúsdóttir (49) 577 ITRA stig

Þorbergur Ingi Jónsson (34) 872 ITRA stig
Guðni Páll Pálsson (30) 750 ITRA stig
Birgir Sævarsson (45) 663 ITRA stig
Kári Steinn Karlsson (31)

Landslið Íslands skipa þrír hröðustu hlaupararnir af hvoru kyni eftir að komið er í mark í hlaupinu. Veitt eru verðlaun fyrir árangur landsliðs á mótinu. Tími fjórða hlauparans er skráður í einstaklingskeppni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2