Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.25 í morgun skammt norð-austan Grindavíkur og fannst hann víða í Hafnarfirði og allt upp á Akranes. Mældist skjálftinn 5,2 á Richterskala.
Fólk fann skjálftann mjög misjafnlega. Fólk á Norðurbakkanum fann hressilega fyrir honum og í Setberginu fannst hann vel eins og bygljuhreyfing. Blaðamaður Fjarðarfrétta sat við tölvu sína á Bæjarhrauninu og fann ekkert fyrir honum.
Á vef veðurstofunnar segir að talsvert af eftirskjálftum hafa fylgt í kjölfarið.
Ekkert landris mælist lengur og líklegasta skýringin sé að kvikuinnflæði sé lokið í bili. Óvissustig Almannavarna er enn í gildi.
Undanfarna sólarhringa hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í nágrenni við Reykjanes miðað við virkni þar í síðustu viku. Áfram mælast þó jarðskjálftar á svæðinu. Jarðskjálftavirkni hefur verið nokkur þar síðan um miðjan febrúar.
Richterskalinn er lógaritmiskur sem þýðir að tíföldun á mældri sveifluvídd á jarðskjálftamæli jafngildir hækkun um eitt stig á Richterkvarðanum. Þar að leiðandi er skjálfti upp á 5,2 hundrað falt stærri en 4,2 skjálfti. Reyndar eykst orka sem leysist úr læðingin við skjálfta 31 falt við hverja hækkun um eitt stig.
Suðurlandsskjálftinn 29. maí 2008 var 6,3 stig og árið 2000 6,5 og 6,6 stig.