Kjörsókn í Hafnarfirði var örlítið undir kjörsókn á landinu öllu skv. upplýsingum frá Þórdísi Bjarnadóttur, formanni kjörstjórnar í Hafnarfirði. 66,61% kusu í Hafnarfirði en kjörsókn var 66,92% á landinu öllu.
- Á kjörskrá í Hafnarfirði voru 20.845
- Á kjörstað kusu: 9.102 eða 43,67% þeirra sem á kjörskrá voru en 65,55% kjósenda
- Utankjörfundar kusu: 4.783 eða 22,95% þeirra sem á kjörskrá voru en 34,45% kjósenda
- Samtals kusu: 13.885 eða 66,61% þeirra sem á kjörskrá voru.