fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttir6,7 hektara svæði brann í landi Óttarsstaða

6,7 hektara svæði brann í landi Óttarsstaða

Alls hefur brunnið á um 6,7 ha svæði (67 þúsund fermetrar) í landi Óttarsstaða.

Slökkvilið með aðstoð björgunarsveita og fl. voru fram á nótt  að slökkva í sinubrunanum sem hafði breiðst nokkuð hratt út frá því hann kviknaði um kl. 13 í gær.

Loftmynd af svæðin tekin í morgun sem sýnir umfang brunans. Hvítu hringirnir sýna svæði þar sem enn rauk frá.

Hafði tekist að forða öllum byggingum frá bruna og þá helst Óttarsstöðum eystri og vestari og Eyðikoti sem í dag er íbúðarhús. Eitt fjárhús sem var orðið mjög lúið varð eldinum að bráð.

Lögregla kom á vettvanga og skoðaði svæðið í morgun. Við Eystri-Óttarsstaði.

Í morgun var ennþá eldur vestast á svæðinu í gjótum og stekk við Hádegishól auk þess sem reyk lagði frá svæðinu um 260 m SV frá stekknum. Virtist eldurinn vera staðbundinn enda næstum logn á svæðinu. Stekkurinn þar sem mesti reykurinn sást er um 1.300 metrum frá vegarslóðanum að Lónakoti og litlar líkur á að eldurinn næði þangað.

Eldurinn hefur farið mjög nálægt Eyðikoti en þar sem grasið var þjappað eftir göngu fólks fór eldurinn ekki.

Á ellefta tímanum í morgun var enginn við slökkvistörf en um kl. 11 kom slökkvibíll og bílar með dælur á svæðið og ætlunin var að freistast til að slökkva í öllum glæðum.

Uppdráttur Ómars Smára Ármannssonar sem sýnir minjar og örnefni í landi Óttarsstaða og Straums vestan við Straumsvíkina.

Miklar minjar eru á þessu svæði enda var blómleg byggð þarna fyrr á öldum og fróðlegar heimildir um búskap fyrri ára.

Fjárhúsið sem brann og Vestari-Óttarsstaðir
Enn mátti sjá eld í rústum fjárhússins.
Töluverðan reyk lagði frá eldi í stekknum og í gjótum vestast á svæðinu.
Númerslaus bíll skemmdist þegar eldur læstist í hann en slökkviliði tókst að slökkva eldinn.
Eystri-Óttarsstaðir og hlaðið eldhúsið.
Húsið á rústum gamla Eyðikots – Ljósmynd: Ómar Smári Ármannsson.

Mikill sinubruni í landi Óttarsstaða

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2