Alls voru útskrifaðir 67 stúdentar frá Flensborgarskólanum 21. desember sl.
Tuttugu luku skv. nýrri námskrá og af þeim lauk einn nemandi námi af nýrri námsbraut á tveimur og hálfu ári. Sá fyrsti sem það gerir.
Af félagsfræðibrautum útskrifaðist 26, þar af fjögur skv. nýrri námskrá. Af málabrautum útskrifaðist einn. Af náttúru- og raunvísindabrautum 21 þar af 4 skv. nýrri námskrá. Af viðskiptabrautum átta – þar af einn af nýrri námskrá. Á afrekssviði útksifuðust þrettán og ellefu af opinni braut.
Hæstu einkunn hlaut Selma Rún Bjarnadóttir, 9,37 og næst hæstu einkunn hlaut Sverrir Kristinsson, 9,07.
Við athöfnina sungu Kór Flensborgarskólans, sem og Flensborgarkórinn. Guðmundur Kristjánsson lék á gítar.
Hafdís Houmöller Einarsdóttir flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.
Nokkrir nemendur voru heiðraðir fyrir námsárangur og fleira.