Þrjú verkefni hlutu styrk úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur og voru styrkirnir afhentir í tónlistardeild Bókasafns Hafnarfjarðar. Styrkurinn var veittur á fæðingardegi Friðriks 27. nóvember en úthlutað er árlega úr sjóðnum.
Verkefnin eiga það sameiginlegt að ýta undir og efla tónlistarlífið í bænum eins og reglur sjóðsins kveða á um.
- Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hlaut kr. 300.000.- styrk til námsferðar sveitarinnar til Katalóníu.
- Barbörukórinn hlaut kr. 200.000 styrk til þess að frumflytja nýja messu eftir Auði Guðjohnsen sem tileinkuð verður kórnum
- Andrés Þór Guðjónsson tók á móti kr. 200.000,- styrk fyrir verkefnið Síðdegistónar í Hafnarborg.
Í stjórn sjóðsins sitja: Sigurður Nordal, Valgerður Auður Andrésdóttir og Einar Sigurbergur Arason.