fbpx
Föstudagur, janúar 17, 2025
HeimFréttir700 þúsund kr. veittar úr sjóði Friðriks og Guðlaugar

700 þúsund kr. veittar úr sjóði Friðriks og Guðlaugar

Þrjú verkefni hlutu styrk úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur og voru styrkirnir afhentir í tónlistardeild Bókasafns Hafnarfjarðar. Styrkurinn var veittur á fæðingardegi Friðriks 27. nóvember en úthlutað er árlega úr sjóðnum.

Verkefnin eiga það sameiginlegt að ýta undir og efla tónlistarlífið í bænum eins og reglur sjóðsins kveða á um.

  • Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hlaut kr. 300.000.- styrk til námsferðar sveitarinnar til Katalóníu.
  • Barbörukórinn hlaut kr. 200.000 styrk til þess að frumflytja nýja messu eftir Auði Guðjohnsen sem tileinkuð verður kórnum
  • Andrés Þór Guðjónsson tók á móti kr. 200.000,- styrk fyrir verkefnið Síðdegistónar í Hafnarborg.

Í stjórn sjóðsins sitja: Sigurður Nordal, Valgerður Auður Andrésdóttir og Einar Sigurbergur Arason.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2