fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttir9 ára strákur kominn í flokk 0,5% spilara í Fortnite tölvuleiknum

9 ára strákur kominn í flokk 0,5% spilara í Fortnite tölvuleiknum

Ætlar að verða heimsmeistari í Fortnite

Þorlákur Gottskálk Guðfinnsson, 9 ára Hafnfirðingur, æfir rafíþróttir hjá FH sem heldur út æfingum í sameiginlegri aðstöðu með Grunnskólanum NÚ að Reykjavíkurvegi 50 og býður upp á rafíþróttahópa með mismunandi áherslur fyrir iðkendur á aldrinum 8-16 ára.

Þorlákur er fæddur árið 2015 og æfir upp fyrir sig í 10-14 ára æfingahóp FH í Fortnite tölvuleiknum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þorlákur náð að byggja upp gífurlega færni í Fortnite og ljóst að þessi ungi rafíþróttamaður á framtíðina fyrir sér.

Hann hefur nú náð afreki sem fáir spilarar á heimsvísu geta státað sig af, að komast í styrkleikaflokkinn Unreal í aðal leikham leiksins, Fortnite Battle Royale, en aðeins um 0,5% spilara á heimsvísu ná áfanganum að vera Unreal í leiknum.

Birgir Kjartansson hjá FH rafíþróttum segir að nefna megi að margir þekktir spilarar úti í heimi, sem oft spila fyrir framan þúsundir áhorfenda á streymisveitum, eru margir hverjir ekki að ná í sama styrkleikaflokk og Þorlákur.

Ætlar að verða heimsmeistari í Fortnite

Þorlákur var spurður hvenær hann hafi byrjað að spila tölvuleiki? „Ég byrjaði að spila tölvuleiki 4 ára og fyrstu leikirnir sem ég spilaði voru Lego leikir.“

Enn hann hefur aðeins æft rafíþróttir í 6 mánuði en hvernig finnst honum að æfa rafíþróttir? „Mér finnst gaman að æfa rafíþróttir og ætla að halda áfram að æfa!“

Er stefnan að verða atvinnumaður í rafíþróttum? „Já, ég ætla að reyna verða heimsmeistari í Fortnite.“

Hvernig líður þér með að ná þessum áfanga, að ná Unreal rank í Fortnite? „Mér líður bara vel. Ég held að ég sé yngsti í heiminum til að ná Unreal,“ sagði þessi ungi og snjalli Fortnite spilari.

Að sögn Birgis er núna rúmlega 50 krakkar að æfa hjá FH rafíþróttum á vornámskeiði sem er til 24. mai nk.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2