Tillaga að fyrri úthlutun menningarstyrkja Hafnarfjarðarbæjar ársins 2024 var samþykkt á fundi menningar- og ferðamálanefndar 6. mars sl. Heildarupphæð menningarstyrkjanna er 9.250.000 kr. en hæsti styrkurinn er 5.000.000 kr. um átta sinnum hærri en næst hæsti styrkurinn og þrettán sinum hærri en sá þriðji hæsti.
Eftirtalin verkefni hlutu styrk. Ekki er víst að nafn við verkefni sé raunverulegur styrkþegi, í sumum tilfellum getur þar verið nafn tengiliðs.
Hjarta Hafnarfjarðar framlenging samstarfssamnings - Páll Eyjólfsson | 5.000.000 kr. |
---|---|
Sýningarviðburðir 2024 - Litla Gallerý - Elvar Gunnarsson | 610.000 kr. |
Freyðijól 2024 / Jólakabarett - Guðrún Erla Hómarsdóttir | 380.000 kr. |
Uppistand í miðbænum - Birna Rún Eiríksdóttir, | 380.000 kr. |
Fjölmenningarleg 17. júní hátíð – GETA, hjálparsamtök | 300.000 kr. |
Gítarveisla Bjössa Thor - Björn Thoroddsen | 300.000 kr. |
Síðdegistónleikar í Hafnarborg árið 2024 - Hljómtónn slf. | 300.000 kr. |
Tónleikahald 202 - Lúðrasveit Hafnarfjarðar | 300.000 kr. |
Sveinn Guðmundsson, Melodica Festival Hafnarfjörður | 250.000 kr. |
Apolló listahátíð - Jasper Matthew Bunch | 200.000 kr. |
Dansað í gegnum Hafnarfjörð - Helena Björk Jónasdóttir | 200.000 kr. |
List án landamæra listahátið - List án landamæra | 200.000 kr. |
Líf í lundi - Skógræktarfélag Hafnarfjarðar | 200.000 kr. |
Óður til móður - Snædís Lilja Ingadóttir | 200.000 kr. |
Bangsímon - Leikhópurinn Lotta | 130.000 kr. |
Á meðal / Amidst - Íris Ásmundardóttir | 100.000 kr. |
Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkið - Sunna Gunnlaugsdóttir | 100.000 kr. |
Páskaeggjaleit Prinsessur - Jessica Anne Chambers | 100.000 kr. |
Greinin var birt í 4. tbl. Fjarðarfrétta, 11. apríl 2024
Frítt Fjarðarfrétta-app í símann þinn!
Hægt er að sækja app í þinn síma í Play Store í Android símum og í Apps store í iOS símum. Frítt er að sækja appið og lesa Fjarðarfréttir!