fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttir95 af 99 smitum í gær greindust á höfuðborgarsvæðinu

95 af 99 smitum í gær greindust á höfuðborgarsvæðinu

Alls greindust 99 smit í gær og 95 þeirra greindust á höfuðborgarsvæðinu en aðeins eitt smit greindist við landamæraskimum.

Veiran virðist vera mun útbreiddari nú en hún var í vor þar sem smit greindust helst hjá fjölskyldumeðlimum og tengdum aðilum en nú greinast smit víðar í samfélaginu.

Á upplýsingafundi almannavarna í dag kom fram að sóttvarnarlæknir leggur til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra að 2ja metra fjarlægðarreglan verði aftur tekin upp á höfuðborgarsvæðinu.

Fólk er í dag ekki hvatt til almennrar grímunotkunar en þó hvatt til að skilja notaðar grímur ekki eftir á almannafæri.

Þá leggur hann til að öllum keppnum í íþróttum ferði frestað í tvær vikur og að veitingahúsum verið lokað kl. 21 í stað kl. 23.

Einnig upplýsti hann að allar undanþágur frá fjöldatakmörkunum á höfuðborgarsvæðinu falli úr gildi nema við jarðarfarir og í skólum.

Hittingum af öllu tagi verði slegið á frest

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru jafnframt hvattir til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausa og að vinna heiman frá sér, ef þeir eiga þess kost. Sömuleiðis er hvatt til þess að einn frá hverju heimili annist innkaup, en með því komast fleiri að í verslunum hverju sinni. Þá var þess óskað sérstaklega að hittingum af öllu tagi verði slegið á frest.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2