fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttir96 útskrifuðust frá Flensborgarskólanum

96 útskrifuðust frá Flensborgarskólanum

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 96 nemendur. Þeir útskrifuðust af fimm brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta- og hagfræði-, starfsbraut og opinni braut. 37 þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans.

Hæstu einkunn hlaut Adele Alexandra Bernabe Pálsson með 9,63 en hún hlaut Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi. Einnig hlaut hún styrk frá Rio Tinto fyrir góðan árangur í raungreinum og, frá skólanum, viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku, spænsku, stærðfræði, íþróttagreinum og íslensku.

Andrea Marý Sigurjónsdóttir var semidúx Flensborgarskólans með einkunnina 9,52. Hún fékk verðlaun frá Háskólanum í Reykjavík fyrir frábæran námsárangur í raungreinum. Einnig var hún verðlaunuð fyrir góðan námsárangur í spænsku, stærðfræði og íþróttafræði.

Sandra Dögg Kristjánsdóttir var þriðja hæst, með 9,29 í meðaleinkunn. Hún er einnig afrekskona í íþróttum og stúdent af raunvísindabraut og hlaut viðurkenningar fyrir mjög góðan árangur í íslensku og íþróttafræðum.

Emilía Ósk Steinarsdóttir flutti ræðu fyrir hönd nýstúdenta

Þrír starfsmenn voru kvaddir eftir farsælan feril en það voru þau Friðrik Olgeir Júlíusson, stærðfræðikennari, María Hrafnsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og Tamara Soutourina, enskukennari.

Í ræðu sinni kom Erla Ragnarsdóttir, skólameistari, inn á skólastarf þá og nú en 60 ára gagnfræðingar heimsóttu gamla skólann sinn á dögunum. Margt hefur breyst í tímans rás en það sem ætíð hefur einkennt Flensborgarskólann er hinn jákvæði skólabragur, manngæska og vinarþel enda er haft að leiðarljósi í skólastarfinu að glæða sálargáfurnar, líkt og það er orðað í fyrstu reglugerð um skólann frá 1882. Kennarar gegna þar lykilhlutverki og eru mörgum eftirminnilegir, nú sem endranær. Þeim var til dæmis þakkað í gær fyrir að vera ávallt reiðubúnir til að styðja við nemendur, bæði í leik og starfi, og sýna þeim einlægan áhuga, eins og nýstúdínan Emilía Ósk Steinarsdóttir kom inn á ræðu sinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2