fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttir98,5% smitaðra af COVID-19 veirunni eru í Kína

98,5% smitaðra af COVID-19 veirunni eru í Kína

Í dag eru 75.727 manns skráðir smitaðir af COVID-19 veirunni sem er illvígur lungnasjúkdómur og leggst verst á aldraða og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.

98,48% smitanna hafa komið upp í Kína og 93,5% þeirra hafa komið upp í Hubei héraðinu þar sem veikin kom upp.

Eitt tilfelli hefur verið skráð í 7 löndum, 2 tilfelli á Spáni, Rússlandi og Íran, 3 tilfelli í Ítalíu, Filippseyjum og Indlandi, 8 tilfelli í Kanada, 9 tilfelli í Bretlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum, 10 í Macau, 12 í Frakklandi, 15 í Bandaríkjunum og Ástralíu, 16 í Þýskalandi og Víetnam, 22 í Malasíu, 24 í Tævan, 25 á Tælandi, 65 í Hong Kong, 82 í S-Kóreu, 84 í Japan og 84 í Singapúr auk 621 tilfalla sem ekki eru skráð á land.

Vitað er að 16.526 hafa læknast af veirunni eða tæplega 22% þeirra sem hafa smitast.

2.129 hafa látist af veirunni, þar af 93,5% í Hubei héraði en aðeins 10 utan Kína. Er dánarhlutfallið miðað við núverandi stöðu 2,8%.

Staðan í dag, 20. febrúar 2020. – Smelltu á myndina til að skoða nýjustu tölur.

Vísbendingar eru um að það hægi á fjölda nýsmitaðra í Hubei héraði en stökkið sem sést í línuritinu á myndinni sýnir þegar farið var að skrá væg einkenni veikinnar einng.

Fylgjast má með þróuninni í tölum á síðu bandaríska háskólans Johns Hopkins sem safnar gögnum frá öllum heimshornum. Smelltu á myndina til að opna síðuna.

Viðbúnaður hér á landi

Hér á landi hafa nú 24 sýni verið rannsökuð af sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Reyndust þau öll neikvæð.

Á stöðufundi áhafnar samhæfingarstöðvar sl. mánudag fór Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir yfir stöðu mála varðandi faraldsfræði kórónaveiru (COVID-19) og áhættumat fyrir Ísland. Mörgum spurningum er enn ósvarað varðandi faraldsfræði veirunnar og smit innan sem utan Kína. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum þá hefur nýjum tilfellum fækkað á undanförnum dögum og útbreiðsla utan Kína verið hæg. Í Evrópu hefur ekki orðið vart við samfélagslegt smit í þeim löndum þar sem veiran hefur greinst sem bendir til fullnægjandi einangrunar og sóttkvíaðgerða í þessum löndum.

Enn verður að gera ráð fyrir að veiran berist hingað til lands en aðgerðir sem notaðar verða þegar/ef veiran greinist hér landi hafa reynst vel í öðrum Evrópulöndum.

Áhættumat Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins metur stöðuna þannig að mjög litlar líkur séu á að veiran sé lýðheilsuógn í löndum Evrópu sem beiti einangrunar- og sóttkvíaðgerðum. Sýkingin getur hins vegar orðið íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem sýkjast. Þetta áhættumat er samhljóða áhættumati sóttvarnalæknis fyrir Ísland.

Hubei hérað

Hubei er hérað í Kína er 185.900 km² stórt, um 80% stærra en ísland. Þar búa tæplega 60 milljónir manns. Höfuðborg héraðsins er Wuhan en borgin er miðstöð fjármála, verslunar, menningar og menntunar í mið Kína.

Jangtsefljót rennur í gegnum héraðið m.a. um hin frægu Þrjú gljúfur þar sem hina risavöxnu Þriggja gljúfra stífluna er að finna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2