fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÁ þriðja hundrað skátar á varðeldi eldri skáta við Skátalund — MYNDASYRPA

Á þriðja hundrað skátar á varðeldi eldri skáta við Skátalund — MYNDASYRPA

St. Georgsgildið í Hafnarfirði, félag eldri skáta, fagnar 60 ára afmæli sínu í ár.

Fagnaði félagið tímamótunum m.a. með því að bjóða til skátavarðelds og söngskemmtunar á flötinni við Skátalund, skátaskála félagsins við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi, fimmtudag kl. 19.

Þangað var boðið eldri skátum víðs vegar að og það var greinilega gestkvæmt. Veðrið lék við skátana, blanka logn og sól og vel heitt. Búið var að setja upp svið fyrir skátahljómsveit og varðeldastjóra og skátarnir komu sér fyrir, sitjandi á túninu, eða á bekkjum og stólum sem þeir höfðu tekið með.

Þegar skátar kveikja eld og syngja við hann kallast það varðeldur sem hjá mörgum öðrum myndi kallast brekkusöngur en að jafnaði kallast það kvöldvaka þegar skátar koma saman innandyra og syngja og skemmta sér.

Varðeldinum var stjórnað af reynslumiklum eldri skátum.

Þegar söngurinn hófst var greinilegt að fólk var ekki komið til að horfa á, heldur að taka þátt eins og skáta er siður og söngurinn og hrópin hljómuðu um Hvaleyrarvatnið.

Gleðin skein úr andlitum og greinilegt að eldri skátarnir rifjuðu upp „liðin sumur og yndisleg vor“ eins og heyra mátti í einum af hinum skemmtilegu og fallegu skátasöngvum.

Ungir skátar úr Hraunbúum voru með skemmtiatriði, en það voru Jamboree farar sem voru vanir hitanum eftir heimsmót skáta í Suður Kóreu í sumar og að sjálfsögðu snérist skemmtiatriðið um hita.

Eftir varðeldinn sem endaði að skátasið þar sem bræðralagssöngur skáta var sunginn og allir tóku höndum saman var gengið að skátaskálanum Skátalundi þar sem beið heitt kakó og „skátakex“ sem aðrið myndu kalla matarkex. Þarna voru gamlir skátar að hitta gamla félaga sem þeir höfðu ekki séð lengi en víða hittast gamlir skátar reglulega, rifja upp gamla takta og aðstoða við skátastarf ungu skátanna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2