fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirAðeins 28 lóðir eftir í Skarðshlíð

Aðeins 28 lóðir eftir í Skarðshlíð

Á árinu 2020 var úthlutað 24 lóðum í Skarðshlíðarhverfi undir 38 íbúðir og í 1. áfanga í Hamranesi 8 fjölbýlishúsalóðum fyrir alls 296 íbúðir. Allar einbýlishúsalóðir Skarðshlíðar eru seldar og hver að verða síðastur til að tryggja sér lóð undir sérbýli á svæðinu.

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær voru samþykktar umsóknir um 14 lóðir. Þannig eru nú einungis 28 lóðir lausar til úthlutunar í öllu Skarðshlíðarhverfi; 3 lóðir fyrir parhús, 24 lóðir fyrir tvíbýlishús og 1 lóð fyrir þríbýlishús. Þegar liggja fyrir fleiri umsóknir fyrir fund bæjarráðs Hafnarfjarðar þann 28. janúar nk.

Um 14 ára ferill

Skarðshlíðarhverfið hefur verið mjög lengi í uppbyggingu og lauk deiliskipulagsvinnu um mitt ár 2007 og um næstu áramót voru fyrstu lóðirnar auglýstar enda var þá mikil eftirspurn eftir lóðum. En svo kom hrunið og öllum lóðunum var skilað aftur og við tók langur ferill breytinga á deiliskipulaginu og áttu þær eftir að vera margar.

Skarðshlíð, Vellir og Ástjörnin.

Það var svo ekki fyrr en 12 árum eftir að fyrstu deiliskipulagsvinnu lauk, að fyrstu íbúarnir fluttu inn sumarið 2019 en þá þegar var starfsemi Skarðshlíðarskóla komin á fullt og leikskóli opnaður um haustið undir sama þaki. Sumarið 2020 var húsnæði Skarðshlíðarskóla fullbyggt og hýsir það í dag heildstæðan grunnskóla, fjögurra deilda leikskóla, tónlistarskóla og íþróttahús fyrir bæði skólastigin. Þjóna skólanir og starfsemi skólanna nýrri byggð í Skarðshlíð og Vallahverfi að hluta.

Ásvallabraut og Hamraneshverfi

Ásvallabrautin og Skarðshlíðin. Hamraneshverfið verður fyrir miðri mynd.

Vorið 2020 hófust framkvæmdir við Ásvallabraut sem ráðgert er að verði tilbúin næstkomandi haust og þar með verða Skarðshlíð og hverfi innarlega á Völlunum betur tengd Kaldárselsvegi og Reykjanesbraut.

Skipulagsvinna, gatnagerð og innviðauppbygging er í fullum gangi þessa dagana í Hamranesi sem er um 25 hektara byggingarsvæði sem liggur við hlið Skarðshlíðarhverfis og Vallahverfis og verður kapp lagt á uppbyggingu á hverfinu til að mæta eftirspurn og áhuga eftir hvorutveggja íbúðum og lóðum á svæðinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2