fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAðeins fjögurra daga vistun á viku á leikskóla vegna manneklu

Aðeins fjögurra daga vistun á viku á leikskóla vegna manneklu

Leikskólastjóri Víðivalla hefur sent foreldrum bréf þar sem upplýst er að illa hafi gengið að manna leikskólann síðustu mánuði.

Foreldri barns við leikskólann segir að deild þar sem barn þess er á hafi verið lokað eða starfsemin þar skert fjórum sinnum síðan í byrjun október en fimm deildir eru á leikskólanum. Telur foreldrið að gera megi því ráð fyrir að skerðingar hafi verið 15-20 sinnum á leikskólanum á þessu tímabili.

Fjögurra daga vistun á viku

Í bréfinu til foreldra upplýsir leikskólastjórinn að frá 3. janúar 2023 náist ekki að halda uppi fullri starfsemi í leikskólanum. Því geti skólinn aðeins boðið upp á fjögurra daga vistun á viku.

Gæta á þess að vistunarskerðing komi ekki ójafnt niður á börnum og forráðamönnum þeirra og verður það gert með hópaskiptingu. Systkini fylgjast að en að öðru leiti fylgi börn jafnöldrum sínum.

Foreldrar og forráðamenn koma ekki til með að greiða gjöld fyrir dagana sem barnið þeirra er ekki í leikskólanum að ósk leikskólastjóra.

17 auglýsingar eftir starfsfólki á leikskóla

Á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar má sjá 17 auglýsingar eftir starfsfólki á leikskóla bæjarins m.a. eftir kennurum, starfsmönnum og þroskaþjálfa á Víðivöllum. Að auki er líka opin auglýsing eftir afleysingastörfum í leikskóla bæjarins.

Er því ljóst að mönnunarvandinn er víðar en á Víðivöllum.

Enginn umfjöllun var um þetta mál á síðasta fundi fræðsluráðs 14. desember sl. og fyrsta formlega fundavika ráða á nýju ári hefst ekki fyrr en 9. janúar.

Ekki hafa borist svör frá sviðsstjóra hjá Hafnarfjarðarbæ um málið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2