Staðgreiðsla útsvars nam á síðasta ári 205 milljörðum króna samanborið við 194 milljarða króna árið 2018 og hækkun milli ára því um 5,6%. Kemur þetta fram í bráðabirgðauppgjöri sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur kynnt.
Mest var hækkun útsvars í staðgreiðslu milli 2018 og 2019 á Suðurlandi eða um 7,4%. Þar á eftir kemur Norðurland vestra með um 7,3% hækkun.
Staðgreiðslan hækkaði hlutfallslega minnst á Austurlandi eða um 5,0%. Hjá öðrum landshlutum var hækkunin á bilinu 5,1% upp í rúmlega 6,7%.
29% minni hækkun í Hafnarfirði
Á höfuðborgarsvæðinu er hækkunin 5,4% og er langmest í Mosfellsbæ 10,3% en minnst í Seltjarnarnesi 3,8% og í Hafnarfirði 4,0%. (Er Kjósarhreppur þá ekki talinn með en útsvarstekjur hreppsins eru aðeins 0,7% af útsvarstekjum Hafnarfjarðar.)
Er hækkunin í Hafnarfirði 29% minni en meðaltalshækkunin var á landinu öllu og um 26% en meðaltalshækkunin var á höfuðborgarsvæðinu. Mjög lítil fjölgun íbúa í Hafnarfirði er helsta skýring á minni hækkun útsvarstekna.
2018 | 2019 | % | |
Mosfellsbær | 6.096.977.392 | 6.725.927.395 | 10,3% |
Garðabær | 9.744.640.429 | 10.399.808.337 | 6,7% |
Kópabogsbær | 21.426.519.468 | 22.710.808.925 | 6,0% |
Reykjavíkurborg | 71.446.391.764 | 74.990.645.677 | 5,0% |
Hafnarfjarðarkaupstaður | 16.311.073.215 | 16.955.824.769 | 4,0% |
Seltjarnarnesbær | 2.820.723.754 | 2.927.484.716 | 3,8% |
Kjósarhreppur | 125.004.917 | 125.555.561 | 0,4% |
Höfuðborgarsvæðið án Reykjavíkur | 56.524.939.175 | 59.845.409.703 | 5,9% |
Á Akureyri er hækkun útsvarstekna 5,5%, í Árborg er hækkunin 9,4% og á Ísafirði 7,2%.