fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirAðkoma að Seltúni lokuð til 6. júní

Aðkoma að Seltúni lokuð til 6. júní

Ferðamannastaðurinn Seltún í Krýsuvík er lokað frá 2. maí til 6. júní á meðan skipt eru um göngupalla úr timbri sem er eina örugga aðkoman að leirhverunum á svæðinu.

Mjög virkt háhitasvæði

Svæðið er virkt háhitasvæði og þarna voru boraðar tilraunaholur á síðustu öld og sú stærsta þeirra sprakk með miklum látum fyrir allmörgum árum.

Samhliða verður borið í malarstíga eins og aðstæður leyfa. Verkefnið er unnið með styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu sem er talið brýnt vegna öryggis- og náttúruverndarsjónarmiða.

Náttúruperla

Í nýútgefinni áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins eru þrettán atriði sem Hafnarfjarðarkaupstaður leggur áherslu á og um Seltún segir:

„Viðhald á stígum á háhitasvæðinu í Seltúni í Krýsuvík og uppbygging göngu- og hjólaleiða á svæðinu er forgangsatriði Hafnarfjarðarbæjar þar sem svæðið er mjög vinsæll ferðamannastaður. Á svæðinu þarf einnig að byggja upp aukna aðstöðu, lengja opnunartíma salerna yfir vetrarmánuðina og koma upp aðstöðu/innviðum fyrir veitingasölu (matarvagna).“ Áætlaður kostnaður er um 200 milljónir kr.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2